Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2007 | 18:29
Nöldri nöldr
"...sagt var frá á Stöð 2 í gærkvöldi, að þurrvaran hefði verið ódýrari í Bónus en í ódýrustu lágvöruverðbúðinni í Danmörku sem væri 20 sinnum stærra markaðssvæði."
Hehe nú skilur nöldurseggurinn ég ekki aaaalveg... Hvaða máli skiptir að Danmörk sé 20 sinnum stærra markaðssvæði? Er verið að meina að af því Ísland er svo lítið markaðssvæði þá sé allt dýrara hér? Og þetta sé nú í rauninni alveg frábært, þ.e. að þessi þurrvara hafi verið ódýrari í Bónus AF ÞVÍ að Ísland sé svo lítið markaðssvæði? Vá erum við þá ekki komin með skýringuna fyrir því af hverju allt er svo dýrt hérna,landið er svo lítið...Getum við þá ekki bara hætt að tuða yfir þessu, flutt bara til Köben ef við tímum ekki að borga svona mikið fyrir sömu vöruna hérna heima... Það var semsagt greint frá þessu á stöð tvö í gær, en ég skil ekki hvers vegna það er verið að taka þetta sérstaklega fram. Eigum við eitthvað að monta okkur yfir einhverju svona? En kannski er þetta skref í rétta átt, í átt að "réttu" matvöruverði, maður veit ekki. Kannski ef þessir kaupahéðnar hætta að hækka allt áður en þessi lækkun virðisaukaskatts tekur gildi. Hvur veit...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1254584
Saltkjöt og baunir í kvöld, sluuuurp Meira að segja matvöndu mér finnst það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju gerir hann mér þetta? Blæs von í brjóst mitt svo ég stend með það útþanið, og brosið límt á andlitinu, bara til þess að hann hrifsi hana frá mér aftur. Jafn fljótt og hann hefur komið henni inn undir hjá mér. Jafn blítt og ég elska vonina þá hata ég hann af öllum mætti. Mig langar ekkert að hitta hann meira. Ég vil hann burt úr lífi mínu. Ég hélt að hann væri að mildast en kuldaboli minnti mig all hressilega á það að það er ennþá bara febrúar og alltof snemmt að hugleiða sumarið. En ég læt ekki segjast, ég og sennilega flestir íslendingar(nema blessuð móðir mín sem elskar veturinn...), er farin að hugsa til sumarsins á þessum vetrarins köldu dögum. Ég ætla nú samt að halda í þessa litlu von sem ég á eftir, boli nær ekki að bola henni í burt! Sumarið kemur í apríl og ekki orð um það meir! Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 18:15
Mánudagur til ómæðu(ekki mæða það er að segja)
Óóóókei... Bresk bókabúð er að fara að bjóða upp á áfallahjálp ef Harry Potter skyldi nú deyja í nýjustu bókinni um hann. Haha hvað er fólk að spá, þetta er fictional character! Hver eru skilaboðin til barnanna ef bjóða á uppá áfallahjálp þegar einhver í bók deyr. Vá ég skil þetta ekki... Er ekki ennþá meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort börn geti greint milli raunveruleika og skáldskapar ef eitthvað svona viðgengst í samfélaginu, samfélagi raunveruleikans? Er ekki alltaf verið að tala um að tölvuleikir séu svo hættulegir af því börn séu sum hver hætt að gera greinarmun á því hvað er raunveruleiki og hvað ekki? Var það ekki í síðustu viku sem gaurinn úr Geimtíví, eða hvað þátturinn heitir, var í sjónvarpsfréttum að tala um tölvuleiki og benda foreldrum á að kynnast því hvað börnin þeirra eru að gera í tölvunum sínum? Tölvuleikir og bækur, er ekki mikilvægt að foreldrar brýni það fyrir börnum sínum að þetta er afþreying, ekki raunveruleiki...Ég hef reyndar alltaf verið á þeirri skoðun að það hljóti nú eitthvað að vera að uppeldi þeirra barna sem geta ekki skilið þarna á milli en kommon er þetta ekki pushing it? Að bjóða upp á áfallahjálp! Nei ég fatta þetta ekki...
Annars bara allt gott að frétta Sumarið bara næstum því komið, bara örfáir stuttir litlir pínuponsulegir mánuðir eftir! Sumarið byrjar sko í apríl-i, af því þá á minns afmæli Og þá kemur sumarið hehe...Það er bara þannig!
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1251762
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2007 | 21:17
Herra skrítinn...Herra fyndinn...Herra ég...
Er að drekka kaffi sem Kidda finnst svo vont. Segir að það sé eins og mold á bragðið. Hingað til hef ég ekkert botnað í þessu,þótt kaffið bara mjög gott og svona. En ég er ekki frá því að ég finni moldarbragðið núna. Það er kannski bara búið að vinna sig upp þetta bragð! Hehe...En oj,allt í einu...Skrítið...
Hef annars ekkert merkilegt að segja...Niðurstaða bloggs: Þetta kaffi verður ekki keypt aftur, enda allt í lagi með það, fullt af öðrum frábærum köffum til. Haha djók ég er ekki svona heimsk...Þetta var bara of kúl...Allavega, ég held ég sé með einhver skringilegheit í líkamanum, svona meira en venjulega!
Ég er á leiðinni að panta mér tíma hjá húðsjúkdómalækni, ég er ekki að höndla á mér andlitið, 24 ára á þessu ári people! Er að spá í að biðja hann/hana um að græða á mig andlit einhvers annars, kannski bara Marilyn Monroe. Nei oj, geggjað úldnað! Haha ókei ég er bara eins og þrettán ára hérna, ég er búin að vera svona í allan dag, bara hlæjandi að sjálfri mér, ég er svo fyndin damn!!!
Sandy: Hi, I´m Sandy
Ross: And she´s a little mannish...
Þetta er úr uppáhalds friends þættinum hans Kidda :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 18:56
Gúrkublogg
Ég var að muna draum sem mig dreymdi í fyrrinótt(eða nóttina þar áður). Hver hefur áhuga? Anybody? Anywho, draumurinn var á þá leið að ég var gestkomandi í húsi nokkru sem ég man ómögulega hver átti en greinilega var það einhver vinur minn því ég mundi eftir húsinu. Þar inni var var einn sá minnsti hundur sem ég hef séð. Það sem var merkilegt við hundinn var að ég var ekki vitund hrædd við hann. Bara alls ekki neitt. Og í draumnum gerði ég mér grein fyrir þessu, þ.e. að ég væri ekki hrædd. Ég man mjög greinilega eftir því, það var nefnilega góð tilfinning en einnig ógnvekjandi tilfinning af því ég er hrædd við hunda í alvörunni og mér þótti óþægilegt að leggja niður varnir gagnvart þessum hundi og leyfa honum að sitja hjá mér og vera alveg afslöppuð yfir návist hans. Nú eru flestir annað hvort hættir að lesa eða farnir að hlæja. Allavega. Ég er mikið fyrir að spá í draumum og ég er að spá í hvað þessi þýðir. Er einhver með tilgátu? Annars veit ég ekkert hvaðan þessi hræðsla kemur en ef ég heyri gelt nálgast þegar ég er kannski út á bílastæði heima hjá mér eða eitthvað(það eru tveir hundar í götunni held ég) og ég er ein þá verð ég svo hrædd að ég hleyp inn í hús eins hratt og ég get! Og ef ég kemst í contact við þá, þeir standa kannski rétt hjá mér eða eitthvað þá bara stend ég og vona að þeir taki ekki eftir mér og fari. En það er einmitt þá sem þeir byrja að gelta og ég get orðið alveg frekar skelkuð á þeim tímapunkti
Jæja hef svosem ekki mikið að segja. Ég gæti skrifað 500 orða blogg á hverjum degi um það sem mig dreymdi nóttina áður en ætli það yrði ekki þreytt eftir 3 daga hehe. En allt í lagi svona eitt og eitt, þetta er allavega ekki í fyrsta sinn sem ég skrifa um draum!
Heyrðu eitt enn. Ég skrifaði blogg fyrir ári síðan,nánar tiltekið 2.febrúar 2006(á gömlu síðunni) þar sem ég greindi frá því að krúttið hún Hera frænka mín væri farin að kalla mig Fjóli. Það er skemmst frá því að segja að þetta nafn hefur setið pikkfast á mér síðan! Vinkonur mínar þær Guðný Erla og Aðalheiður Sigrún, fara sjaldan út úr húsi án þess að hafa þetta nafn með sér í farteskinu Enda er það nú ekki oft sem við notum nöfn hver annarrar í upprunalegum útgáfum þess
En jæja leikurinn að byrja!! ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 12:42
Ólífur Ragnar Grímsson
Jæja það er kominn föstudagur Ég er svo fegin, helgarfrí og (m)aaaallt! Bjössi er að koma í dag, eða á allavega að koma, það er þvílíka þokan hérna í Hádegismóunum allavega, maður sér ekki fallega Rauðavatn eða neitt!
Ég fékk DV-ið mitt áritað í morgun,hehe lucky girl
Ég er búin að vera að horfa á Dave Chappelle undanfarið(eða bara eins og alltaf, maður fær ekki nóg!) og ég ætla að setja tvo linka hérna, þetta eru fyrstu hlutar úr sitthvoru uppistandinu með honum, fyrra er úr Killin them softly og seinna er úr For what its worth. Ég grenja alltaf úr hlátri yfir þessu,sama hversu oft maður hefur séð þetta, its just so funny
http://youtube.com/watch?v=IFEcesjPIQs
"Just sprinkle some crack on him and lets get out of here"
"Open and shut case Johnson!"
http://youtube.com/watch?v=htrTlKovGqs
"Chocolate? This is doo-doo baby!"
Byeee, thanks for coming to San Fransisco! Welcome to Oakland bitch!
"Sir!! Sir,put that goddamn cigarette out!"
"Hey everybody, just calm the fuck down or you´ll get me shot"
P.s Hver, undir fertugu, hló ekki þegar Þorsteinn Guðmundsson sagði "Ólífur Ragnar Grímsson" og "Má bjóða þér sítrónur fyrir offitusjúklinga" í skaupinu? Ég held að þetta sé aldurstengt, en hef svosem ekki mikið fyrir mér í því...Proof me wrong... Sérstaklega þegar Gulla sagði á móti " Gera þær eitthvað sérstakt eða?" Kannski er ég bara með skrítinn húmor, I thought it was hilarious...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 12:02
ÁFRAM ÍSLAND!
Leikurinn í gær var bara too good to be true! Ég fylgist svona hæfilega með þessum mótum sem við keppum á í handboltanum, en ég verð að viðurkenna það að ég þekki ekki leikmenn annarra liða. Þannig að þegar við vorum komin fimm mörkum yfir í byrjun leiks var ég alvarlega farin að íhuga að íslenska liðið hafi mútað einhverjum eins og liði Cook-eyja til að spila á móti sér en þeir töpuðu í undankeppninni gegn Áströlum! ÁSTRÖLUM af öllum liðum!! Og þetta var ekkert smá tap 45-5 eða eitthvað álíka fáránlegt Ókei...Ég er farin að hljóma eins og eitthvað hm-nörd... Það er gaman á meðan það gengur vel hjá okkur
Er komin með fiðring í mallann og tærnar og hárið líka, maður ætlar að reyna að vera svo fullorðin á þessu ári og reyna að flytja að heiman frá tengdó...Ég vil helst hafa gert þetta í gær en Kiddi er(kannski sem betur fer) aðeins jarðbundnari og raunsærri. Peningarnir vaxa jú ekki á trjánum, því miiiiiður En þetta kemur allt, bara smá þolinmæði(mig grunar að ég hafi klárað hana ALLA þegar ég var að rembast við að klæða barbí í fötin í gamla daga,mamma greyið fékk þær allar í hausinn með orðunum MAMMA VILTU KLÆÐA HANA ÍÍÍÍÍ) Semsagt, ég á ekki mikið til af þessari þolnimæði...
Jæja, best að halda áfram að vinna, er ein á símanum, ekkert voðalega spennandi...
Adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2007 | 15:19
Jú sæl...
Aint nothin but a gangsta party, eins og skáldið sagði forðum. Það er mánudagur, það er komið hádegi, ískalt og það eina sem mig langar að gera er að DjAmMa Eitthvað sem ég hef ekki verið dugleg í ansi lengi...Og langar líka til að kaupa mér föt, hvar eru öll fötin mín, ég held að skápurinn minn sé farinn að borða þau!
Það er alveg sama hversu lengi maður hefur ekki hitt fólk eða bloggað lengi, það er aldrei neitt að frétta, það er einhvern veginn of langt síðan að það taki því að fara að telja allt upp, það væri bara asnalegt... Þannig að ég ætla bara að láta eins og ég hafi bloggað síðast í gær, adios...
P.s Ég er ekki þessa pólitíska týpa en er það bara ég eða er nóg að svara ásökunum bara með því að vísa þeim á bug? Þessi sagði að þessi hafi sagt eða gert þetta. Og hann vísaði því á bug. Ó hann vísaði þessu á bug, jájá ókei pælum ekkert meira í því. Hann þarf ekkert að rökstyðja, bara vísa því á bug. Töff maður.
Við Bræd á góðri stundu!
Það bara varð að fylgja ein mynd með hérna,stemmnings mynd !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 18:38
Jólin jólin...
Jólin eru bara alveg að koma Þegar ég var lítil þá fannst mér svo ótrúlega gaman klukkan sex á aðfangadag af því þá föðmuðu bræður mínir mig og kysstu og voru ótrúlega góðir við litlu mig. Hehe ég man mjög vel eftir þessu, það var friður þetta kvöld, ég var allavega til friðs! Eða mig minnir það, Bjössi getur samt örugglega vottað um eitthvað annað. En spyrjum hann bara ekkert að þvíííí...Ég var víst eitthvað óþolandi barn, þannig að þeir voru ekkert neitt mikið í því að faðma mig né kyssa. Meira svona í því að taka mig upp á löppunum og láta mig hanga...Og eitthvað svona...Hehe... En mér fannst það nú samt ekkert leiðinlegt
Það er eitt sem er að pirra mig alveg geggjað. Það er allt þetta nöldur í blöðunum um hvað allir séu svo ógeðslega stressaðir og jólin séu svo mikil peningahátíð og blablabla. Maður fær bara höfuðverk OG grænar bólur af þessu. Það er alltaf svo ógeðslega mikið "in" að röfla um jólin. Let it go people, það finnst engum gaman að lesa um stress einhvers blaðamanns sem er að reyna að koma inn hjá manni samviskubiti yfir að hafa keypt fallegar gjafir handa þeim sem manni þykir vænt um.
Eeeeeeeen látum það ekki á okkur fá, síðasta tvöfalda vaktin mín fyrir jól langt á veg komin Vinna á morgun og svo mega jólin barasta alveg koma
2 dagar til jóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2006 | 20:44
Hera mín
Varð að setja þessa mynd hérna fremst til að sýna Bjössa Hún er töffari hún dóttir þín Bjössi minn
Hera á gítarnum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)