30.1.2007 | 18:56
Gúrkublogg
Ég var að muna draum sem mig dreymdi í fyrrinótt(eða nóttina þar áður). Hver hefur áhuga? Anybody? Anywho, draumurinn var á þá leið að ég var gestkomandi í húsi nokkru sem ég man ómögulega hver átti en greinilega var það einhver vinur minn því ég mundi eftir húsinu. Þar inni var var einn sá minnsti hundur sem ég hef séð. Það sem var merkilegt við hundinn var að ég var ekki vitund hrædd við hann. Bara alls ekki neitt. Og í draumnum gerði ég mér grein fyrir þessu, þ.e. að ég væri ekki hrædd. Ég man mjög greinilega eftir því, það var nefnilega góð tilfinning en einnig ógnvekjandi tilfinning af því ég er hrædd við hunda í alvörunni og mér þótti óþægilegt að leggja niður varnir gagnvart þessum hundi og leyfa honum að sitja hjá mér og vera alveg afslöppuð yfir návist hans. Nú eru flestir annað hvort hættir að lesa eða farnir að hlæja. Allavega. Ég er mikið fyrir að spá í draumum og ég er að spá í hvað þessi þýðir. Er einhver með tilgátu? Annars veit ég ekkert hvaðan þessi hræðsla kemur en ef ég heyri gelt nálgast þegar ég er kannski út á bílastæði heima hjá mér eða eitthvað(það eru tveir hundar í götunni held ég) og ég er ein þá verð ég svo hrædd að ég hleyp inn í hús eins hratt og ég get! Og ef ég kemst í contact við þá, þeir standa kannski rétt hjá mér eða eitthvað þá bara stend ég og vona að þeir taki ekki eftir mér og fari. En það er einmitt þá sem þeir byrja að gelta og ég get orðið alveg frekar skelkuð á þeim tímapunkti
Jæja hef svosem ekki mikið að segja. Ég gæti skrifað 500 orða blogg á hverjum degi um það sem mig dreymdi nóttina áður en ætli það yrði ekki þreytt eftir 3 daga hehe. En allt í lagi svona eitt og eitt, þetta er allavega ekki í fyrsta sinn sem ég skrifa um draum!
Heyrðu eitt enn. Ég skrifaði blogg fyrir ári síðan,nánar tiltekið 2.febrúar 2006(á gömlu síðunni) þar sem ég greindi frá því að krúttið hún Hera frænka mín væri farin að kalla mig Fjóli. Það er skemmst frá því að segja að þetta nafn hefur setið pikkfast á mér síðan! Vinkonur mínar þær Guðný Erla og Aðalheiður Sigrún, fara sjaldan út úr húsi án þess að hafa þetta nafn með sér í farteskinu Enda er það nú ekki oft sem við notum nöfn hver annarrar í upprunalegum útgáfum þess
En jæja leikurinn að byrja!! ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.