5.2.2007 | 18:15
Mánudagur til ómæðu(ekki mæða það er að segja)
Óóóókei... Bresk bókabúð er að fara að bjóða upp á áfallahjálp ef Harry Potter skyldi nú deyja í nýjustu bókinni um hann. Haha hvað er fólk að spá, þetta er fictional character! Hver eru skilaboðin til barnanna ef bjóða á uppá áfallahjálp þegar einhver í bók deyr. Vá ég skil þetta ekki... Er ekki ennþá meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort börn geti greint milli raunveruleika og skáldskapar ef eitthvað svona viðgengst í samfélaginu, samfélagi raunveruleikans? Er ekki alltaf verið að tala um að tölvuleikir séu svo hættulegir af því börn séu sum hver hætt að gera greinarmun á því hvað er raunveruleiki og hvað ekki? Var það ekki í síðustu viku sem gaurinn úr Geimtíví, eða hvað þátturinn heitir, var í sjónvarpsfréttum að tala um tölvuleiki og benda foreldrum á að kynnast því hvað börnin þeirra eru að gera í tölvunum sínum? Tölvuleikir og bækur, er ekki mikilvægt að foreldrar brýni það fyrir börnum sínum að þetta er afþreying, ekki raunveruleiki...Ég hef reyndar alltaf verið á þeirri skoðun að það hljóti nú eitthvað að vera að uppeldi þeirra barna sem geta ekki skilið þarna á milli en kommon er þetta ekki pushing it? Að bjóða upp á áfallahjálp! Nei ég fatta þetta ekki...
Annars bara allt gott að frétta Sumarið bara næstum því komið, bara örfáir stuttir litlir pínuponsulegir mánuðir eftir! Sumarið byrjar sko í apríl-i, af því þá á minns afmæli Og þá kemur sumarið hehe...Það er bara þannig!
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1251762
Athugasemdir
Þú og þín orðheppni stelpa ;)
En já ég er sko mikið sammála þér þarna.... áfallahjálp yfir skáldskap, þetta er að verða einum of held ég bara!!!
En gaman að lesa bloggið þitt, ég held ég sé svona laumulesari ;) en ákvað að skella einni athugasemd inná núna :)
en hafðu það allavega gott skvís :)
kveðja
Björk P
Björk P (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 08:22
Gaman að einhver lesi :) Og þegar fólk kommentar :) það eru margir sem lesa en kommenta aldrei, taktu þetta til þín brósi *hóst hóst*
Fjóla Helgadóttir, 6.2.2007 kl. 09:00
já hehe...
Ég skal vera duglegri að kommenta, viðurkenni þaðáð +ég er ekki sú duglegasta...
Björk P (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:03
hmm... verð nú aðeins að kommenta á þetta.
Segi það ekki að það er nú svolítið öfgafullt að bjóða upp á áfallahjálp ef Harry Potter skyldi deyja í bókinni. Hinsvegar er það fullkomlega eðlilegt að mínu áliti ef lesendur fyllast sorg ef aðalpersónan deyr. Þá er tilgangi bókarinnar náð - þú lifir þig inn í bókina og þetta er einhver sem þú hefur fylgst með - reyndar sögupersóna en skemmtileg engu að síður.
Sjáðu til dæmis bíómyndir - hversu margir eru það sem gráta yfir hinu og þessu í bíómyndum og ekki eru þær eitthvað sannari (nema kannski heimildamyndir) en spurning um að ná þessum tenglsum.
kveðja, Linda Björk
Linda Björk (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 00:12
Já en Linda, þó maður felli tár yfir sorglegu atriði í mynd eða jafnvel þegar eitthvað sorglegt gerist í bók þá ætti maður að geta, að mynd eða bók lokinni, snúið sér að raunveruleikanum, vitandi það að þetta var bara mynd/bók. Mér finnst allavega risky að draga skáldskapinn svona inn í raunveruleikann, theres only so much you can do, lífið er nógu flókið þó maður fari ekki að hafa áhyggjur af alvöru yfir einhverju sem á að heita afþreying. Ég grenja oft og iðulega yfir myndum og bara fréttunum þess vegna(það er meira að segja raunveruleiki) en mér dytti ekki til hugar að leita mér hjálpar vegna þess. Einhvers staðar verður maður að draga mörkin. Ég er ekki að segja að það sé ekki í lagi að verða tilfinningasamur yfir mynd eða bók(þú ættir að sjá mig yfir Grey´s anatomy, úff drama drama drama) en ég held að flestir geri sér grein fyrir hvar mörkin liggja, að mynd/bók lokinni stendur maður upp og fer að hugsa um eitthvað annað, jafnvel þó að sorglegu atriðin dvelji hjá manni.
Fjóla Helgadóttir, 8.2.2007 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.