20.2.2007 | 18:29
Nöldri nöldr
"...sagt var frá á Stöð 2 í gærkvöldi, að þurrvaran hefði verið ódýrari í Bónus en í ódýrustu lágvöruverðbúðinni í Danmörku sem væri 20 sinnum stærra markaðssvæði."
Hehe nú skilur nöldurseggurinn ég ekki aaaalveg... Hvaða máli skiptir að Danmörk sé 20 sinnum stærra markaðssvæði? Er verið að meina að af því Ísland er svo lítið markaðssvæði þá sé allt dýrara hér? Og þetta sé nú í rauninni alveg frábært, þ.e. að þessi þurrvara hafi verið ódýrari í Bónus AF ÞVÍ að Ísland sé svo lítið markaðssvæði? Vá erum við þá ekki komin með skýringuna fyrir því af hverju allt er svo dýrt hérna,landið er svo lítið...Getum við þá ekki bara hætt að tuða yfir þessu, flutt bara til Köben ef við tímum ekki að borga svona mikið fyrir sömu vöruna hérna heima... Það var semsagt greint frá þessu á stöð tvö í gær, en ég skil ekki hvers vegna það er verið að taka þetta sérstaklega fram. Eigum við eitthvað að monta okkur yfir einhverju svona? En kannski er þetta skref í rétta átt, í átt að "réttu" matvöruverði, maður veit ekki. Kannski ef þessir kaupahéðnar hætta að hækka allt áður en þessi lækkun virðisaukaskatts tekur gildi. Hvur veit...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1254584
Saltkjöt og baunir í kvöld, sluuuurp Meira að segja matvöndu mér finnst það gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.