23.3.2007 | 17:43
Grænu eyrun þín
Ég er að reyna að venja mig á gleraugun...aftur. Ég var rosaleg með þau, svaf næstum með þetta á nefinu en nú nota ég þau eiginlega bara til að horfa á sjónvarpið. Og þar sem ég nota þau svona lítið, nema heima, þá finnst mér svo óþægilegt að vera með þau. Af því ég sé svo vel með þeim.Ég sé bar of vel, á þetta að vera svona? Ég verð eiginlega bara feimin að sjá svona vel. Það er rosalega skrítið að sjá svona vel! Maður sér bara allt. Mér bregður líka sérstaklega þegar, án gríns(!!),ég lít í spegil. Mér finnst ég kannski voða sæt á leiðinni út, smelli á mig gleraugunum og lít í spegilinn og alveg what, hvernig fór ég að þessu, this is not pretty... *Andvarp*... En mér finnst bara svo óþægilegt að vera með þau, það pirrar mig svo, enda er ég eins og versti glámur með þau, æi með svona asnalega kæki eins og líta ótrúlega mikið upp til að sjá í gegnum þau og horfa niður fyrir gleraugun þegar ég er að tala við fólk nálægt mér, mjög "glámaleg" hegðun! Það er líka þannig að annað hvort verð ég að vera með þau, alveg, eða sleppa því, alveg. Ef ég tek þau niður fæ ég bara hausverk og sé ekki glóru. Ég veit, ég veit, þá á ég bara ekkert að taka þau niður...Það er bara svo pirrandi að vera með þau Hehe smá nöldur í gangi...
Talaði við Herulínu í símann í gær, hún sagði "hæ Fjóla" og svo kinkaði hún bara kolli(sagði mamma mér). Þær urðu því ekki mjög innihaldsríkar samræðurnar á milli okkar en ég ætla bara að fara og knúsa hana í kvöld, af því hún er svo mikil knúsulína. Svo ætla ég að vera svakalega góð við lilluna mína hana Eydísi, af því hún er svo mikil ræfilstuska, lasin litla greyið
Jæja, hef ekki fleira að segja í bili... Chiao
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.