31.3.2007 | 19:16
Hei
Ég er sjónvarpssjúkingur með meiru *blikk blikk* ( ömm kallarnir eru horfnir á stjórnborðinu, veit ekki hvað hefur orðið um þá, verð víst að nota orð til að tjá það sem þeir eiga að tjá) en samt hef ég aldrei horft á einn einasta þátt af 24. Mér er sagt að maður verði að vera bara með 24 á the "to do list" og heila seríu af þáttunum til að þetta gláp borgi sig, líka svo maður missi ekki geðheilsuna, hef heyrt að það sé beinlínis hættulegt heilsunni að hafa ekki tíma eða nógu marga þætti.
Allavega...
Fórum út á lífið í gær. Það var svo mikil rigning! Greyið nýja fallega rauða taskan mín fékk aldeilis að finna fyrir því, var að reyna að skýla hárgreiðslunni með henni, það tókst ekkert rosalega vel, er allavega fegin að hafa farið au naturelle(með krullurnar semsagt útum allt, þær hefðu hvorteðer sprottið upp í þessari dembu). Við fórum á Prikið, gamli heimabarinn, en þar sem við höfum ekki farið þangað í alllangann tíma urðum við heldur betur fyrir menningarsjokki. Fyrir það fyrsta þekkti maður ENGAN, enda engin furða þar sem fólkið(eða börnin öllu heldur) þarna inni var sennilega að fæðast á árunum sem Markús Örn Antonsson gegndi embætti borgarstjóra í henni Reykjavík. Án alls gríns, þetta var eins og grunnskólaball. Það hefði ekki komið mér á óvart ef við hefðum verið rekin út með þeim orðum að þetta væri lokuð skólaskemmtun. Bjórinn og vínið hefðu samt sennilega skotið svolítið skökku við ef sú hefði verið raunin. Við entumst allavega ekki lengi þarna inni. Sökum úrhellis fórum við inn á Barinn, það var engin röð. Á annarri hæðinni var góð tónlist og frekar fáir svo maður gat alveg sjeikað, rattlað og rólað og meira að segja kom eitt mest spilaðasta lagið í ipodinum mínum þessa dagana, Miss Fat Booty með Mos Def. Þá vorum við Heiða nú glaðar! *BROOOOOS* En svo var annarri hæðinni lokað. Og fyrsta hæðin var algjörlega full af atvinnudópistum. Þetta var mjög spes. Alveg teknóið og træbal tattúin. En það var hægt að hlæja að þessu. Danstaktarnir voru miklir. Drengur að nafni Jói átti þá alla, en það voru ekki allir sammála um að hann mætti dansa svona nálægt þeim. Þar með talin konan í frakkanum sem Jói vildi þó halda fram að væri karlmaður, jafnvel þó ég benti honum á að hún héldi á handtösku.
Ég vaknaði með lagið three is a magic number með De La Soul spilandi á fullu í hausnum á mér.
Skoðaði bloggsíðu hjá veðurfræðingi í gær, og hann vildi meina að veturinn væri fyrir bí. Ég er alveg mjög glöð með það. Alveg mjöööööög. * BROOOOS*
Góðar stundir
Athugasemdir
Og hvernig væri að fá eins og eitt komment...Að frátöldu þessu... Þó væri ekki nema að segja bara hæjj. At least people get booed off the stage...
Fjóla Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 19:19
Hæ snúllumúsin mín! Ég er að segja þér það við erum sko orðnar oldies!! Ég fattaði það þegar ég var á horfa á kynningu fyrir Ungfrú Reykjavík, held að elsta stelpan þar hafi verið tvítug, allavega af því sem ég sá. Þannig að því miður þá verðum við að gefa þann draum upp á bátinn, eins og okkur dreymdi um að fara þarna saman sniff sniff...hehe
Hafdís Una Bolladóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:30
hey hvar varstu á páskadag? uss Bjössi bróðir þinn sá eini sem hélt uppi heiðri fjölskyldunnar með að mæta eða kannski spurning um hvort var einhver heiður þar sem hann vann skammaverðlaunin ;)
En fara svo að blogga stelpa - hvernig gengur íbúðarleit?
kv. Linda frænka
Linda Björk (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.