ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR, SÓL Í HEIÐI SKÍN...

Gleðilegt sumar! Ætli þetta sé ekki rétti tíminn til að henda jólasmákökunum sem ég keypti í Hagkaupum fyrir jól... Þær voru svo góðar að ég tímdi eiginlega ekki að borða þær! Svo voru alltaf tvær eftir sem ég var að "spara" og nú eru þær náttúrulega ónýtar :( Svona er þetta...

Það er köttur út í garði hérna að leika sér,fyndið að horfa á hann. Minnir mig á Gumma gull, eða Guðmund Gullmola eins og hann hét nú fullu nafni, gamli kötturinn minn. Greyið, ég var oft að pína hann í bað og svona, hann var ekki hress með það...Við hverju bjóst hann þegar hann kom drullugur upp fyrir haus, með lítinn fugl í kjaftinum? Sem hann by the way ældi svo á þvottahússgólfið...

Jæja ég hef ekki mikið að segja, ætla bara að láta þetta duga, koma mér í vinnuna!

Adios...Og ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR!

P.s. Kallarnir eru ennþá týndir hérna hjá mér :( Búhú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég kannast sko við þetta, Baddi fékk nóg af því að horfa á páskaeggið mitt sem ég var að spara uppi á skáp og tók það í sínar hendur að klára það takk fyrir....þú getur rétt ýmindar þér að hann var ekki í náðinni hjá mér þann daginn :S

Jæja vinkona nú verðum við að fara að hittast sko, þetta er ekki hægt. Heyrðu ég fór í Zöru um daginn og fékk sjokk, mig langaði bókstaflega í allt þar inni..þannig að við verðum að fara þangað saman og missa okkur smá, er það ekki? ;)

Kiss og knús love

Hafdís

Hafdís (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Fjóla Helgadóttir

Haha KLÁRAÐI hann bara páskaeggið!! Fékk hann að sofa inni í húsinu eftir þetta?? Hehe... Já við VERÐUM að hittast soon, kannast við þetta úr Zöru, maður er svo fegin að sjá sumarlitina og svona loksins í búðunum, að maður verður alveg sjúkur!! :P Tölum saman og ákveðum dag, love you mwwaaahh :*

Fjóla Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband