18.5.2007 | 21:43
Nýjasta druslan í bænum...
Ég er reiiiiiiið! Fór með bílinn okkar í þvottastöð hjá N1 og á meðan bíllinn var inni stóð ég bara úti og sólaði mig, kemur ekki labbandi til mín maður og spyr mig hvort bíllinn minn sé inni í stöðinni. Jú ég jánkaði því og hann segir mætti ég fá að skoða hann þegar hann er búinn í þvotti, maðurinn hafði nefnilega verið með bílinn sinn þarna um klukkutíma áður og hann væri allur rispaður! Ég fékk alveg nett sjokk, en vonaði bara að elsku litli kaggi kæmi nú óskaddaður út úr þessu. Svo ek ég honum út og maðurinn bíður hinum megin. Viti menn, bíllinn er haug-, haug,- hauuuuuuugrispaður!! Ég hafði einmitt rekið augun í það þegar ég var að sóla mig og bíllinn í þvotti a.k.a rispun, að bíllinn færi inn á manns eigin ábyrgð :..( Og þessi maður með skemmda bílinn sinn, hafði sagt mönnunum á bensínstöðinni frá þessu og þeir neituðu að gera nokkuð, og vildu ekki einu sinni loka þvottastöðinni svo fleiri myndu ekki lenda í þessu. Þetta finnst mér hrikalega lélégt! Bara að benda ykkur á þetta,EKKI fara með bílinn ykkar í svona þvottastöð. Og já, óþarfi að skamma mig, er búin að fá skammir fyrir að fara með bílinn í svona þvottastöð,geri það aaaaldrei aldrei aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.