Sjitturinn titturinn

Æ mig auma! Svaf alltof lengi í morgun! Þá verða augnlokin svo þung og höfuðið kvartar allan daginn. Nú er klukkan að verða hálf níu og mér er ennþá illt í höfðinu Óákveðinn Kvarti kvart!

Systurnar mínar koma til höfuðborgarinnar á morgun Hlæjandi Ég ætla að fara og knúsa þær, hef ekki fengið systraknúsið alltof lengi. Þá henda þær mér í gólfið og hnoðast á mér þangað til ég biðst vægðar. Ég ræð ekkert við þær lengur, þær eru orðnar svo stórar!

Er að fara í leikhús 5.nóv með mömmu og systrum hennar á leikritið Þjóðarsálin. Ég neita því ekki að það örlar á spenningi hjá mér, enda sprottnar upp ritdeilur á síðum Morgunblaðsins vegna verksins. Veit reyndar ekki alveg um hvað það snýst,leikritið altso, en það koma hestar við sögu og það er víst einhver karnival fílingur í þessu. Það er bara kúl. En þessar ritdeilur eru sprottnar af þeim sökum að gagnrýnin á þetta leikrit var víst ekki alveg nógu kúl. Eða það er ekki verið að gagnýna verkið heldur leikarana. Af því sumir eru fatlaðir. Og aðrir ekki. Mér finnst ég ekki vita alveg nógu mikið um málið til að geta farið að rífa kjaft. En gagnrýnandanum fannst sko af því að það voru einhver áhættuatriði þarna að það væri ekki við hæfi að það væru fatlaðir leikarar í sýningunni. Eða eitthvað svoleiðis. Eins og ég segi ég veit ekki nógu mikið um þetta. Kemur mér spánskt fyrir sjónir. Ef leikararnir, allir með tölu, samþykktu að leika í sýningunni og taka þátt, hvað er þessi gagnrýnandi þá að ybba gogg? Ræður fólk sér ekki sjálft... Gheez...

 Anywho...Er að vinnaGráðugur Vaktafrí á morgun,at last...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband