1.12.2006 | 18:54
Tvöföld Moggavakt... Vúhú...
Fór í Hagkaup í gær sem er ekki í frásögur færandi nema að þegar ég stend á kassanum sé ég að konan sem er á undan mér er að kaupa jóladagatal Sjónvarpsins. Nema hvað, þetta er sama jóladagatalið og var sýnt í sjónvarpinu, allavega nokkrum sinnum, þegar ég var krakki. Og damn hvað ég man að mér þótti það leiðinlegt, fylgdist aldrei með því. Var bara að velta fyrir mér áhuganum hjá ungu kynslóðinni í dag. Fylgjast með einhverju hundgömlu og óspennandi jóladagatali. Ætli markaðurinn sé ekki bara frekar lítill fyrir þetta efni sem er sýnt einn mánuð á ári í korter á dag. Blessuð börnin kunna örugglega endirinn utan að.
Annars hlakka ég rosalega til að sjá áramótaskaupið í ár, ungt og ferskt fólk að leikstýra Verður vonandi goooooooood
Hef fengið veður af því að það sé ömurlegt að kommenta á síðunni minni, skýrir kannski þessi arfaslöku viðbrögð sem ég fæ við hverri einustu færslu. VONANDI!! Maður þarf nú eitthvað að fara að ræða við strákana á tæknideildinni, usssss, gengur ekki sko!
Las í Velvakanda um daginn(ég veit, dáldið kelló að vera að lesa Velvakanda en hei...Þaddna þú veist...Æ ég hef enga afsökun, guess i´m a kell...) að kona var að kvarta yfir því að það væri verið að nota orð eins og geðveikur í auglýsinum. Hún er örugglega að meina auglýsinguna frá Sparisjóðnum þar sem fólk er beðið um að styrkja samtök sem eru að vinna að úrbótum á geðheilbrigðiskerfinu. Ókei. Í þessari auglýsingu er örugglega bæði verið að nota orð eins og "geðveikur" til að vekja athygli á auglýsingunni og til að deila á hversu illa samfélagið(including me...)er búið að nauðga þessu orði. Af hverju ætti orð eins og geðveikur ekki heima í auglýsingu þegar þetta orð er bara eins og hvert annað orð? Þetta er bara hræðsla við að nota orð eins og geðveikur yfir fólk sem er jú í raun geðveikt af því samfélagið er búið að hlaða orðið neikvæðni. Ég til dæmis nota þetta orð alveg í gífurlegu magni yfir eitthvað sem mér finnst frábært, þá segi ég oft að eitthvað sé geðveikt. En ég nota það samt líka í upphaflegri merkingu og finnst ekkert að því, "mamma er geðveik", meina ég þá að hún er með geðsjúkdóm. Stundum reyndar ef mamma segir mér frá einhverju sem hún er að hugsa um að gera og mér finnst það til dæmis alls ekki sniðugt( bara sem dæmi) þá segi ég oft "nei mamma ertu geðveik". Þarna skarast oft merkingin hjá mér... Mamma segir oftast bara já við þessari heimskulegu spurningu dóttur sinnar. Jæja bara svona vangaveltur. Kannski ein í viðbót. Ég er nú oft blaðrandi í símann á daginn(what with it being my job and all...) og ég er farin að taka eftir einu orði sem er algjörlega að festast í sessi í orðaforða Íslendinga en það er orðið yes. Ókei er náttúrulega algjörlega fast í öllum, allir segja bara ókei, nema ég þegar ég er að tala við ókunnugt fólk í símann af því ókei er ekki vandað íslenskt mál... En allavega, fólk er alveg farið að segja bara yes í símann í staðinn fyrir já. Alveg ótrúlega margir allavega. Ég geri þetta sjálf frekar mikið. Ég tala ekkert rosalega vandað mál, er að átta mig á þessu núna...Hehe Jæja ég er hætt þessu blaðri!
23 dagar til jóla
"Er líða fer að jólum, og hátíð fer í hönd"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.