22.12.2006 | 18:38
Jólin jólin...
Jólin eru bara alveg að koma Þegar ég var lítil þá fannst mér svo ótrúlega gaman klukkan sex á aðfangadag af því þá föðmuðu bræður mínir mig og kysstu og voru ótrúlega góðir við litlu mig. Hehe ég man mjög vel eftir þessu, það var friður þetta kvöld, ég var allavega til friðs! Eða mig minnir það, Bjössi getur samt örugglega vottað um eitthvað annað. En spyrjum hann bara ekkert að þvíííí...Ég var víst eitthvað óþolandi barn, þannig að þeir voru ekkert neitt mikið í því að faðma mig né kyssa. Meira svona í því að taka mig upp á löppunum og láta mig hanga...Og eitthvað svona...Hehe... En mér fannst það nú samt ekkert leiðinlegt
Það er eitt sem er að pirra mig alveg geggjað. Það er allt þetta nöldur í blöðunum um hvað allir séu svo ógeðslega stressaðir og jólin séu svo mikil peningahátíð og blablabla. Maður fær bara höfuðverk OG grænar bólur af þessu. Það er alltaf svo ógeðslega mikið "in" að röfla um jólin. Let it go people, það finnst engum gaman að lesa um stress einhvers blaðamanns sem er að reyna að koma inn hjá manni samviskubiti yfir að hafa keypt fallegar gjafir handa þeim sem manni þykir vænt um.
Eeeeeeeen látum það ekki á okkur fá, síðasta tvöfalda vaktin mín fyrir jól langt á veg komin Vinna á morgun og svo mega jólin barasta alveg koma
2 dagar til jóla
Athugasemdir
Gleðileg jól Fjóla mín og hafðu það gott. Sjáumst vonandi á jóladag, ef ekki þá þá sjáumst við bara í brúðkaupinu :)
kveðja, Linda frænka
Linda Björk (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.